Preview Mode Links will not work in preview mode

Hægri hliðin


Sep 14, 2021

Sjötti þáttur VELFERÐIN, þættir um velferðar- og heilbrigðismál. 

Læknar þurfa að sóa dýrmætum tíma fyrir framan tölvuskjáinn

Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar ræðir við Davíð Þórisson, lækni á bráðamóttöku Landspítala og annan af höfundum hugbúnaðarins LEVIOSA. 

Í þættinum lýsir Davíð því hversu mikill tími, oft meira en 50%, er varið fyrir framan tölvuskjáinn, við skráningar á gögnum og sækja gögn, í stað þess að sinna sjúklingnum. Verulega skortir á fjárfestingu í innviðum á sviði upplýsingakerfa þar með talið stafrænna lausna á Landspítala. Gamaldags upplýsingakerfi og bútasaumur við fjölmörg önnur kerfi, er lýsandi dæmi um óhagkvæmni í rekstri spítalans. 

Davíð veit um hvað hann er að tala, því hann er sérfræðilæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Hann stofnaði fyrirtæki ásamt frænda sínum Matthíasi Leifssyni hagfræðingi, sem er að þróa hugbúnaðinn LEVIOSA sem gæti umbylt allri skráningu hjá heilbrigðisstofnunum. Dæmi um nýsköpunarmöguleika innan heilbrigðiskerfisins.

Davíð er mikill áhugamaður um forritun, en hann valdi frekar í læknisfræðina en forritun, því honum hugnaðist betur að vera í kringum fólk en tölvuskjái í vinnunni. Svo kom á daginn að hann ver oft meira en 50% fyrir framan tölvuskjái í vinnunni.

Mjög áhugavert viðtal við Davíð sem opnar augu áhorfandans fyrir þeim tækifærum sem eru í hagræðingu innan Landspítala og einnig til útflutnings á hugbúnaði og þekkingu á sviði heilbrigðisvísinda.