Nov 19, 2020
Viðmælandi fyrsta þáttar hlaðvarpsins „Loftslagsráð“ er einn helsti sérfræðingur landsins og formaður Loftslagsráðs Íslands, Halldór Þorgeirsson.
Halldór starfaði sem framkvæmdastjóri alþjóðasamvinnumála hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) í Bonn í Þýskalandi frá árinu 2004 sem einn af æðstu yfirmönnum UNFCCC og hafði þar m.a. yfirumsjón með samningaferlinu fyrir Parísarsamninginn 2015. Áður vann Halldór sem skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu, þar sem hann var m.a. aðalsamningamaður Íslands í loftslagsmálum og hjá Rannsóknarstofu landbúnaðarins við vistfræðirannsóknir og stefnumótun. Halldór er með doktorsgráðu í plöntulífeðlisfræði og vistfræði frá Utah State University í Bandaríkjunum.
Stjórnandi þáttarins er Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður loftslagsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Við hugsum í lausnum, Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í þessari umræðu og er hluti af lausninni. Vertu með okkur, það skiptir máli!