Preview Mode Links will not work in preview mode

Hægri hliðin


Dec 29, 2020

Í jólaþætti Loftlagsráðs er fjallað um það sem fellur til vegna neyslu okkar, nefnilega sorpið. Hvernig getum við verið betri og ábyrgari neytendur? Hvernig getum við aukið nýtni og minnkað sóun? Rætt er um græn jól og hugað að endurvinnslu og flokkun, sérstaklega plastinu sem veldur usla til sjós og lands.

Jólagestir þáttarins eru Gunnar Dofri Ólafsson sérfræðingur samskiptum og samfélagsvirkni hjá Sorpu og Áslaug Hulda Jónsdóttir frá Pure North Recycling sem er íslenskt fyrirtæki sem endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum. Áslaug er líka formaður bæjarráðs í Garðabæ en bærinn hefur stigið mörg ný græn skref undanfarið.